Veforðabókin ISLEX
Velkomin á heimasíðu veforðabókarinnar ISLEX
ISLEX er margmála orðabók á vefnum. Grunnmálið er íslenska og markmálin eru danska, sænska, norskt bókmál, nýnorska, færeyska og finnska. ISLEX er samstarfsverkefni sex norrænna fræðastofnana, á Íslandi, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum og Finnlandi. Þær eru Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁM) í Reykjavík, Det Danske Sprog- og Litteraturselskab í Kaupmannahöfn, Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier við Háskólann í Bergen, Institutionen för svenska språket við Háskólann í Gautaborg, Fróðskaparsetur Føroya í Þórshöfn og Háskólinn í Helsinki.
Íslenska ritstjórnin ber ábyrgð á íslenska hluta orðabókarinnar ásamt mótun og þróun gagnagrunnsins, en vinna við markmálin er í umsjón ritstjórna í hverju landi fyrir sig. Allar orðabækurnar eru aðgengilegar og ókeypis á þessari síðu.
Tilvitnun í ISLEX
Þegar vitnað er í ISLEX sem heimild getur heimildarvísunin litið svona út:
ISLEX. Þórdís Úlfarsdóttir (aðalritstj.). Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. <http://islex.is> (febrúar 2020)